Skip to the content

Þórður Tómasson

Á þessu ári verður Þórður Tómasson fyrrum safnstjóri Skógasafns 100 ára og því verða settar á þessa síðu ýmsar upplýsingar um ævistarf Þórðar í þágu safnsins í Skógum.

 

Þórður fæddist að Vallnatúni 28. apríl 1921. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Þórður Tómasson sá um safnið í byrjun og var ráðinn sem safnvörður Byggðasafnsins og kennari við Skógaskóla árið 1959. Þórður var organisti við Ásólfsskálakirkju og síðar við Eyvindarhólakirkju og sat í sóknarnefndum þeirra í mörg ár. Hann sat í sýslunefnd Rangárvallasýslu 1979-89 og einnig í skólanefnd Vestur-Eyjafjallahrepps. Eftir Þórð liggja mörg rit um þjóðfræði og sagnfræði í bókum, ýmsum tímaritum og blöðum. Árið 1962 stofnuðu Þórður og Jón R. Hjálmarsson saman tímaritið Goðastein og sáu um útgáfu þess til ársins 1986. Þann 17. júní 1997 var Þórður gerður að heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla Íslands (dr. phil. hon.) fyrir vel unnin störf í þágu rannsókna fyrir almenning og árið 2001 var hann útnefndur heiðursborgari Austur-Eyjafjallahrepps. 


Hér má sjá heimildamynd um Skógasafn og Þórð Tómasson frá árinu 2002 þar sem hann fjallar um safnið með sínum einstaka hætti.

 

Opnunartímar

Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00

september - október: 10:00 – 17:00

nóvember – apríl: 10:00 – 16:00

maí frá 10:00 – 17:00.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.