Skip to the content

Fréttir

Í tilefni af 100 ára afmæli Þórðar Tómassonar í Skógum þann 28. apríl síðastliðinn var efnt til samkomu honum til heiðurs í Skógasafni. Samkoman var fámenn enda þurfti að gæta að sóttvörnum og passa að ekki kæmu fleiri saman en tuttugu manns. Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður stjórnar Skógasafns bauð gesti velkomna og færði Þórði vatnslitamálað heiðursskjal fyrir ævistarf hans í þágu safnsins og varðveislu íslenskrar þjóðmenningar. Heiðursskjal ...

Þann 17. desember 2019 var Frímerkja- og póstsögusjóður lagður niður og fjármunum sjóðsins deilt niður á Landsamband íslenzkra frímerkjasafnara og þrjú söfn, Skógasafn, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands. Styrkveitingin var nýtt í margskonar starfsemi á söfnunum þremur og þann fyrsta desember næstkomandi frá klukkan 11:00 - 12:00 verður haldið málstofa um póst- og frímerkjasögu þar sem þrjú fræðsluerindi verða flutt. Málstofan er sam ...

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sautjánda sinn laugardaginn 18. júlí.   Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 18. júlí kl. 21:00. Þar kemur fram kvartett söngkonunnar Andreu Gylfadóttur. Með henni leika þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Þau munu flytja fjölbreytta dagskrá jazz- og blústónlistar.   ...

  Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sautjánda sinn laugardaginn 18. júlí næstkomandi.Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 18. júlí kl. 21:00.Í Skógakaffi verður boðið upp á tónlist laugardaginn 6. júlí frá kl. 14-17. Þar verða óformlegri tónleikar eða nokkurskonar jam session. Að venju er ókeypis inn á þessa tónleika og reiknað með að gestir geti komið og ...

Skógasafn hefur opnað á ný og er opið frá 10:00 - 17:00. Hlökkum til þess að fá ykkur aftur í heimsókn! ...

Kæru landsmenn til sjávar og sveita. Skógasafn lokar á morgun 24. mars og verður lokað næstu vikurnar vegna fyrirmæla almannavarna og embætti landlæknis. Við stefnum að því að opna aftur í maí. Farið vel með ykkur í millitíðinni og við hlökkum til að opna á nýjan leik með hækkandi sól. ...

Í ár eru liðin 70 ár frá stofnun Byggðasafnsins í Skógum ásamt Héraðsskólanum í Skógum og stendur til að fagna þessum merku tímamótum 15. september næstkomandi í Skógaskóla. Skógar undir Eyjafjöllum hefur vaxið og dafnað sem menningarsetur frá stofnun Héraðsskólans og Byggðasafnsins árið 1949 en engin kennsla hefur verið í Héraðsskólanum frá árinu 1999.  Skógasafn er á meðal elstu byggðasafna landsins og telur safnkosturinn nú um 18 þúsund muni, ...

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sextánda sinn laugardaginn 6. júlí. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 6. júlí kl. 21:00. Þar kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen ásamt söngkonunni og fiðluleikranum Unni Birnu Bassadóttur. Sigurgeir Skafti Flosason leikur á bassa og Skúli Gíslason á trommur. Þau munu flytja fjölbreytta dagskrá uppáhaldslaga ú ...

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í fimmtánda sinn laugardaginn 14. júlí 2018.   Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 14. júlí kl. 21:00. Þar koma fram jazzsöngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal, bæði sitt í hvoru lagi og saman. Með þeim leika þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Hópuri ...

Opnunartímar

Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00

september - október: 10:00 – 17:00

nóvember – apríl: 10:00 – 16:00

maí frá 10:00 – 17:00.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.