Málstofa um frímerkja- og póstsögu

Þann 17. desember 2019 var Frímerkja- og póstsögusjóður lagður niður og fjármunum sjóðsins deilt niður á Landsamband íslenzkra frímerkjasafnara og þrjú söfn, Skógasafn, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands. Styrkveitingin var nýtt í margskonar starfsemi á söfnunum þremur og þann fyrsta desember næstkomandi frá klukkan 11:00 - 12:00 verður haldið málstofa um póst- og frímerkjasögu þar sem þrjú fræðsluerindi verða flutt. Málstofan er samstarfsverkefni Skógasafns, Þjóðminjasafns og Þjóðskjalasafns. Vegna aðstæðna verður málstofan flutt í gegnum facebook síður safnanna þriggja en hér má sjá dagskránna: https://skjalasafn.is/postmenn_koma_vida_vid
Hér er svo hlekkur á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/events/5302550236437420?active_tab=about
Sími 487 8845