Skip to the content

Jazzhátíð í Skógum

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í nítjánda sinn yfir helgina 16. og 17. júlí í Samgöngusafninu í Skógum. Báðir tónleikar byrja klukkan 15:00 og standa yfir til 17:00.

Á laugardaginn kemur fram Marína Ósk og með henni leikur Mikael Mání Ásmundsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa og Matthías Hemstok á trommur. Á sunnudaginn er það kvartett Rebekku Blöndal sem mun leika af fingrum fram fyrir gesti og með henni spilar Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur.

Fyrri hátíðir í Skógum hafa fengið frábæra aðsókn og góða dóma. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að njóta góðrar og fjölbreyttrar tónlistar í tengslum við lifandi náttúru Íslands eins og hún gerist fegurst. Aðstandendur hátíðarinnar eru Skógasafn og Sigurður Flosason. Hátíðin nýtur stuðnings Rangárþings eystra, Skógasafns og Hótel Kvernu. Aðgangur er ókeypis báða dagana. 

Opnunartímar

Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00

september - október: 10:00 – 17:00

nóvember – apríl: 10:00 – 16:00

maí frá 10:00 – 17:00.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.