Héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga

Í Héraðsskjalasafni Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga eru varðveitt margskonar skjöl, frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Héraðsskjalavörður er Einar Magnússon.
Um 8.000 myndir úr safninu hafa verið skannaðar inn á Sarp, menningarsögulegt gagnasafn sem má skoða hér: www.sarpur.is
Sumarið 2020 hafa verið skannaðar fundargerðabækur sveitarfélaga allt frá 1852 og talsvert fram á síðustu öld. Úr Rangárvallasýslu hafa verið skannaðar 3.357 blaðsíður og úr Vestur-Skaftafellssýslu 3.088 blaðsíður. Þetta er vistað á vef Héraðssskjalasafns Árnesinga sem heitir www.myndir.myndasetur.is. Inni á þessari vefsíðu eru einnig vistaðar 26.000 myndir frá Ottó Eyfjörð sem flestar eru úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu.
Sími 487 8845