Skip to the content

Hnappagatajárn

Gripur vikunnar er nr. S-776. Þetta er hnappagatajárn, sem var í eigu Vilborgar Ásgrímsdóttur á Norður-Götum (1857-1946) og var gefið á safnið af Ingveldi Tómasdóttur. Það var hugsanlega smíðað af Andrési Fjeldsted á Hvítárvöllum.
Hnappagatajárn eru notuð, eins og nafnið bendir til, til þess að gera hnappagöt á klæði. Þegar saumaður hefur verið staður fyrir hnappagatið til þess að efnið rakni ekki upp, þá er hnappagatajárnið notað til að skera sjálft gatið. Í þessu tilfelli er það með járn í fjórum stærðum sem hægt er að skipta út eftir því hversu stórt hnappagat á að skera. Spjald var haft undir til þess að rispa ekki undirlagið og hnappagatajárninu þrýst í gegn eða slegið í gegn með hamri.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.