Skip to the content

Skeggbolli

Gripur vikunnar er nr. HÓ-139, postulínsbolli og undirskál úr eigu Túbals Magnússonar (1867-1946). Þetta er skeggbolli; bolli með lítilli postulínssillu innan á til þess að hlífa yfirvaraskeggi manna þegar þeir drukku úr bollanum. Bollinn er málaður með gylltum blómum. Mynstrið er farið að dofna eftir mikla notkun, en hægt er að lesa rímunni „Deinen schönen Bart zu schützen soll Dir diese Tasse nützen“ á þýsku.
Skeggbollinn er yfirleitt talinn hafa verið fundinn upp af enska postulínsframleiðendanum Harvey Adams árið 1860. Frá 1860-1916 urðu menn í breska hernum samkvæmt reglugerð að láta sér vaxa yfirvaraskegg. Þetta gerði sumum te- og kaffidrykkja erfið, ekki bara því þeir áttu til að dýfa óvart skegginu í bollann, heldur því að flestir notuðu skeggvax. Heit gufan af drykkjunum átti til að bræða vaxið svo að yfirvaraskeggið missti alla lögun. Því datt Adams í hug að setja skegghlíf í bollana sem hann framleiddi, til að koma mönnum hjá slíkri skömm.
Ástæðunar fyrir þessarri skeggreglugerð breska hersins eru ekki alveg á hreinu, en eiga líklega uppruna sinn í nýlenduveldi breta á Indlandi. Þar voru mikilfengleg yfirvaraskegg í tísku hjá körlum og ein hugmynd er sú að bretar á Indlandi hafi einfaldlega hrifist af tískunni. Aðrar heimildir benda til þess að bretar í hernum hafi átt erfitt með að halda yfirvaldi sínu yfir indverskum hermönnum, því að þeir hafi ekki borið neina virðingu fyrir skegglausum mönnum. Hvernig sem þetta átti sér nú stað, þá breiddust skeggbollar út um alla Evrópu og um Norður-Ameríku, allstaðar þar sem yfirvaraskegg voru vinsæl.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.