Skip to the content

Glerrúða úr þilskipi

Svona rúður voru lagðar í dekkið á þilskipum og notaðar til að lýsa upp káeturnar fyrir neðan. Með því að nota glerstrendinga í stað fyrir einfaldar rúður gátu þær safnað og hleypt í gegn mun meira ljósi. Það gat verið hættulegt að hafa luktir, sem gengu fyrir brennandi olíu, neðan þilja á skipum. Því voru slíkar rúður leið til þess að lýsa upp neðri þil skipsa án þess að skapa eldhættu. Þessi rúða er talin vera úr franska spítalaskipinu Saint Paul, sem að strandaði við Meðalland árið 1899. Á Skógasafni eru margir gripir úr þessu skipi, því að þegar það strandaði tóku Meðallendingar og nágrannar þeirra sig til og seldu alla hluti úr skipinu á uppboði.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.