Skip to the content

Vaðsteinn

Gripur vikunnar er nr. R-279, vaðsteinn úr eigu Lofts Guðmundssonar á Tjörnum og gefinn af safnið af Árna Sæmundssyni. Vaðsteinar voru notaðir sem sökkur við handfæraveiðar. Blýsökkur voru líka notaðar, en þessi er „gamaldags“ steinsakka úr grjóti sem búið er að grafa rauf í til þess að halda línunni kyrri. Á hann er einnig grafið fangamark eigandans, „LG“.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.